Afgreiðslu umsóknar frestað

Ásmundur Stefánsson, Paul Marthias Thomsen og Petya Koeva Brooks er …
Ásmundur Stefánsson, Paul Marthias Thomsen og Petya Koeva Brooks er þau kynntu niðurstöðu úr viðræðum Íslands og IMF. mbl.is/Golli

Greint er frá því á vef  blaðsins Financial Times að afgreiðslu umsóknar Íslands um lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) hafi verið frestað um óákveðinn tíma.

Fram kemur í fréttinni sem er eftir David Ibison að svo virðist sem alþjóðasamfélagið sé að guggna á að aðstoða Íslendinga þar sem þeim hafi ekki tekist að útvega nema hluta þeirra lána sem gert sé ráð fyrir í aðgerðapakka íslenskra yfirvalda annars staðar frá. Segir þar að 500 milljónir dollara vanti enn upp á fjármögnun þess björgunarpakka sem umsóknin til IMF byggi á.

Þá segir að íslensk yfirvöld hafi samið um 2,1 milljarða dollara lán við fulltrúa sjóðsins þann 24. október en að stjórn hans hafi ítrekað frestað því að afgreiða umsókn Íslendinga. Til hafi staðið að það yrði gert fimmtudaginn 6. nóvember. Því hafi síðan verið frestað til föstudags, þá til mánudags og nú um óákveðinn tíma.

Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands, sagði í gær í samtali við hollensku sjónvarpsstöðina Bos, að Hollendingar muni ekki samþykkja lánveitingu IMF til Íslands á meðan deila um ábyrgð Íslands vegna innlánsreikninga íslensku bankanna í útlöndum sé óleyst. Segir hann að Bretar og Þjóðverjar séu sama sinnis. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert