Árdegi óskar eftir gjaldþrotaskiptum

Beiðni stjórnar Árdegis hf. um gjaldþrotaskipti verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Árdegi var umsvifamikið í verslanarekstri en verulegir erfiðleikar hafa verið í rekstrinum í nokkurn tíma.

Verslunum BT var lokað um síðustu mánaðamót og um svipað leyti
keypti Sena hf. Skífuna af Árdegi. Skífan rekur þrjár verslanir, í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, á Laugavegi og í Kringlunni.

Árdegi átti einnig Merlin verslunarkeðjuna í Danmörku, sem fékk greiðslustöðvun í lok október en verslanir Merlin hafa síðan verið seldar.

Þá á Árdegi og rekur verslanir undir nöfnum NOA NOA og NEXT. Sony Center, sem var í eigu Árdegis, var selt fyrir réttu ári til Link ehf., félags í eigu Nýherja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert