José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði á blaðamannafundi í Brussel í dag, að Ísland geti því aðeins átt von á fjárhagsaðstoð úr sjóðum sambandsins að landið leysi deilumál sín við nokkur aðildarríki um tryggingar á innistæðum erlendra sparifjáreigenda á íslenskum bankareikningum.
Á blaðamannafundi, sem haldinn var eftir fund Barroso með Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, staðfesti Barroso að hann hefði fengið bréf frá Geir H. Haarde, forsætisráðherra, þar sem farið er fram á fjárhagsaðstoð frá ESB.