Forstjóri Landspítala í fagráð á Bifröst

Frá Bifröst í Borgarfirði.
Frá Bifröst í Borgarfirði. mbl.is/RAX

Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Landspítala, hefur tekið sæti í fagráði meistaranáms í stjórnun heilbrigðisþjónustu við Háskólann á Bifröst. Þrjátíu og fimm nemendur hófu nám í stjórnun heilbrigðisþjónustu í byrjun ársins en um er að ræðar þverfaglegt nám fyrir þá sem vilja öðlast þekkingu og skilning á rekstri og stjórnun í heilbrigðisþjónustu.  

Hulda, sem tók við starfi forstjóra Landspítala 1. september síðastliðinn,  var m.a. forstjóri Aker háskólasjúkrahússins í Osló á árunum 2005 - 2008 . Auk hennar skipa fagráð meistaranámsins þau Anna Birna Jensdóttir, framkvæmdastjóri Öldungs hf. og hjúkrunarforstjóri Sóltúns, Berglind Ásgeirsdóttir, ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu, Birgir Jakobsson, forstjóri Karólínska sjúkrahússins í Stokkhólmi, Gísli Einarsson, yfirlæknir endurhæfingardeildar LSH og fyrrverandi framkvæmdastjóri kennslu, vísinda og þróunar á LSH,  María Ólafsdóttir, heilsugæslulæknir  og lektor við læknadeild HÍ og Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans.

Forstöðumaður meistaranáms í stjórnun heilbrigðisþjónustu við Háskólann á Bifröst er Ásta Dís Óladóttir, dósent. Umsóknarfrestur er til 10.desember n.k. fyrir nemendur sem vilja hefja nám í janúar 2009.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert