Haldist í hendur

mbl.is/Júlíus

Hópur fólks er nú við Alþingishúsið í miðborg Reykjavíkur og myndar hring um húsið og helst í heldur.  Um er að ræða aðgerðir á vegum Nýrra tíma, hóps sem hefur það yfirlýsta markmið að boðað verði til þingkosninga sem fyrst. 

Talið er að að á annað hundruð manns taki þátt í mótmælunum, sem eru friðsamleg. Fólkið kom þó í veg fyrir að Halldór Blöndal, fyrrverandi alþingismaður og forseti Alþingis, kæmist inn í húsið um aðaldyrnar og varð hann að fara inn um bakdyr. Þingmenn hafa þó komist inn hindrunarlaust. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka