Kostnaðurinn 25 milljónir - ekki 50 milljónir

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra á blaðamannafundi í dag
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra á blaðamannafundi í dag mbl.is/Ómar

Beinn kostnaður Íslend­inga við loft­rýmis­eft­ir­lit Breta á Íslandi í des­em­ber nem­ur um 25 millj­ón­um króna ekki 50 millj­ón­um  líkt og ut­an­rík­is­ráðherra sagði í gær. Á blaðamanna­fundi í dag sagði Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir að hún hafi farið rangt með þar. „Þetta var mitt misminni."

Ingi­björg Sól­rún seg­ir að ís­lenska ríkið sé búið að gera ákveðið sam­komu­lag við Breta um eft­ir­lit „og auðvitað þarf þá til ein­hvers að koma ef við rift­um því. Við erum áfram sam­starfsaðilar í NATO og erum ekki að hætta því," sagði ut­an­rík­is­ráðherra.

Ingi­björg Sól­rún seg­ir að í þeim aðgerðum sem boðaðar eru hvað varðar niður­skurð hjá ut­an­rík­isþjón­ust­unni eigi að spara 120 millj­ón­ir króna í loft­rým­is­gæslu. Meðal ann­ars verður fækkað um eina af þeim loft­rýmis­eft­ir­lits­ferðum annarra ríkja Atlants­hafs­banda­lags­ins hingað til lands. Jafn­framt verður dregið úr kostnaði Íslend­inga við þær sem eft­ir standa. 

Aðspurð um hvort Bret­ar muni koma hingað til lands í næsta mánuði að ann­ast loft­rým­is­gæslu seg­ir Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, ut­an­rík­is­ráðherra að það sé þeirra að taka ákvörðun þar um. Seg­ir hún að Bret­um hafi verið gerð grein fyr­ir áhyggj­um hér inn­an­lands af þessu, meðal ann­ars á Alþingi.

„Þeir vita þetta og að við vild­um gjarna draga úr kostnaði við þetta. Þetta er hjá þeim til skoðunar núna. En ég hef ekki viljað fara inn í þessa umræðu að við ætt­um að sýna þeim hvar Davíð keypti ölið með því að segja þeim að koma ekki hingað í des­em­ber. Vegna þess að ég hef enga löng­un til þess að stig­magna þær deil­ur sem við eig­um í í Bretlandi. Mér finnst al­veg nóg komið í því sam­bandi." 

Hún seg­ist ekki hafa farið leynt með skoðun sína á því hvernig Bret­ar hafi hagað sér og vísaði þar til hryðju­verka­lag­anna. Hún seg­ir að sjálf­sögðu sé þetta með Ices­a­ve reikn­ing­ana mjög sárs­auka­fullt fyr­ir þá og það eigi eft­ir að leysa þau mál og leiða til lykta. Það verði ekki gert nema með samn­ing­um. „Þannig að mér finnst ekki mjög skyn­sam­legt að við sér­um að fara fram í ein­hverju offorsi," sagði Ingi­björg Sól­rún á blaðamanna­fundi í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert