Menntamálaráðherra ekki vanhæf

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. mbl.is/Ómar

Lög og reglur um hæfi meina menntamálaráðherra ekki að koma að ákvörðunum um viðskiptabankana á vettvangi ríkisstjórnarinnar, að því er fram kom í svari Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur við fyrirspurn Kristins H. Gunnarssonar, þingmanns Frjálslyndra, á Alþingi í dag.

Kristinn spurði menntamálaráðherra á hvort hún teldi sig hafa fullt hæfi til að koma að ákvörðunum um yfirtöku ríkisins á á viðskiptabönkunum þremur og ákvörðunum er varða nýju bankana, sérstaklega Kaupþing.

Kristján Arason, eiginmaður Þorgerður Katrínar Gunnarsdóttur, var einn framkvæmdastjóra Kaupþings.

Þorgerður lagði áherslu á að menntamálaráðherra færi ekki með málefni bankanna og ríkisstjórnin ekki með stjórnsýsluvald heldur sé um pólitískan samráðsvettvang að ræða. Þess vegna eigi reglur um hæfi ekki við í þessu máli. Þá tók Þorgerður fram að lán sem veitt var til Kaupþings hafi verið veitt af Seðlabankanum en ekki ríkisstjórninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert