Mikið fjallað um ummæli forsetans

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, með Geir H. Haarde forsætisráðherra.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, með Geir H. Haarde forsætisráðherra. mbl.isRax

 Mikið er fjallað um há­deg­is­fund Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar, for­seta Íslands, með er­lend­um stjórn­ar­er­ind­rek­um í nor­ræn­um fjöl­miðlum í dag. Er jafn­vel staðhæft í frétt vefjar­ins Bar­ents­obser­ver.com að Ólaf­ur Ragn­ar hafi sagt að reyn­ist Rúss­ar Íslend­ing­um vin­ir í raun geti þeim staðið til boða að nota flug­völl­inn á Kefla­vík­ur­flug­velli.  

Fram kem­ur í frétt Dag­bla­det, sem vísað er til á vefn­um, að til­boðið hafi komið öll­um í opna skjöldu ekki síst full­trú­um Rússa sem hafi sagt að þeir hefðu í raun ekki þörf fyr­ir af­not af flug­vell­in­um. Tekið er fram að for­seti Íslands hafi ekk­ert ákvörðun­ar­vald varðandi ut­an­rík­is­mál þjóðar­inn­ar.

Ólaf­ur Ragn­ar er sagður hafa gagn­rýnt Dani, Svía og Breta harka­lega á fundi með er­lend­um stjórn­ar­er­ind­rek­um í síðustu viku en m.a. er greint frá fund­in­um á vef danska blaðsins Politiken í dag.

Haft er eft­ir for­set­an­um að þess­ar þjóðir hafa snúið baki við Íslend­ing­um í efna­hagsþreng­ing­un­um að und­an­förnu og að Íslend­ing­ar verði því að leita sér nýrra vina. Hann mun þó hafa hrósað Fær­ey­ing­um og Norðmönn­um fyr­ir aðstoð þeirra við Íslend­inga og sagt þá einu raun­veru­legu vini Íslend­inga. 

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um norsku NTB frétta­stof­unn­ar trúðu viðstadd­ir vart eig­in eyr­um er for­set­inn lét þessi orð falla. „For­set­inn setti fram harða gagn­rýni á mörg þeirra landa sem áttu full­trúa á fund­in­um, þeirra á meðal Dan­mörku og Svíþjóð,” seg­ir í minn­is­blaði full­trúa Norðmanna á fund­in­um. „For­set­inn setti fram móðgandi ásak­an­ir á hend­ur Bret­um.”

Haft er eft­ir Ólafi Ragn­ari að Norður-Atlants­hafs­svæðið hafi mikið vægi fyr­ir Norður­lönd­in, Banda­rík­in og Bret­land en að þar sem ráðamenn í þeim ríkj­um virðist nú líta fram­hjá þeirri staðreynd verði Íslend­ing­ar að leita sér nýrra vina.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka