Miklar efasemdir um breska loftrýmisgæslu

Geir H. Haarde forsætisráðherra með frönskum hermönnum sem voru hér …
Geir H. Haarde forsætisráðherra með frönskum hermönnum sem voru hér við loftrýmisgæslu. Árni Sæberg

Náist ekki sátt í deilunni við Breta kemur ekki til greina að þeir komi hingað til lands í desember til að sinna loftrýmisgæslu. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, formanns utanríkismálanefndar Alþingis, á þingi í gær og áréttaði hann að loftrýmisgæslunni hefði verið komið á að frumkvæði Íslands og því ekki um tvíhliða samning við NATO að ræða.

Allir þingmenn sem tóku til máls voru lítt hrifnir af því að fá Breta hingað til lands en Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, vakti athygli á því að verið sé að undirbúa sendingu breskra hergagna hingað til lands. „Því er eðlilegt að spyrja hvort það sé við hæfi að þjóð sem hefur beitt hryðjuverkalöggjöf á Ísland og Íslendinga komi hingað til heræfinga núna í desembermánuði. Á það að vera jólagjöf til íslensku þjóðarinnar?“ spurði Árni og Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknar, sagði ótrúlegan tvískinnung af Bretum að beita hryðjuverkalöggjöf en ætla síðan að sinna loftrýmisgæslu fyrir sama land. „Ég hafði satt best að segja haft þá von í brjósti að Bretarnir sjálfir tækju þá ákvörðun að koma ekki hingað við þessar aðstæður,“ sagði Magnús.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert