Olís hækkar eldsneyti

Olís hefur hækkað verð á eldsneyti og fylgir þannig í kjölfar N1, sem hækkaði verðið í gær. Eins og N1 hækkaði Olís verð á bensínlítra um 4 krónur og er algengt verð nú 158,70 krónur í sjálfsafgreiðslu; og dísilolíulítra um 6 krónur. Er algengt verð 182,40 krónur. Önnur félög hafa ekki hækkað eldsneytisverð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert