Ræða ekki borin undir ráðuneyti

Ólafur Ragnar Grímsson.
Ólafur Ragnar Grímsson. mbl.is/Ómar

Ræða sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hélt á hádegisverðarfundi í danska sendiráðinu í síðustu viku var ekki borin undir utanríkisráðuneytið enda hefur ekki tíðkast að ræður hans við slík tækifæri séu bornar undir það.

Samkvæmt upplýsingum Urðar Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, byggja samskipti forseta og erlenda sendiherra á ríkum hefðum sem falla ekki undir ráðuneytið.

Þá segir hún engin viðbrögð við fréttum af ummælum forsetans á umræddum fundi hafa borist til ráðuneytisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert