Margir af þekktustu tónlistarmönnum og skemmtikröftum landsins lögðu góðu málefni lið í Háskólabíói i kvöld. Þar var verið að afla fjár til handa forvarna- og fræðslusjóðnum Þú Getur!, sem til styrktar þeim sem eiga við geðræn veikindi að stríða. Listamennirnir gáfu vinnu sína.
Markmið sjóðsins eru að styrkja til náms, berjast gegn fordómum og efla nýsköpun í geðheilbrigðisþjónustu.
Meðal þeirra sem tróðu upp í kvöld voru Í svörtum fötum, Sálin hans Jóns míns, Ragnheiður Gröndal, Hera Björk, Magni, Páll Rósinkranz og Buff.