Staðan er grafalvarleg

00:00
00:00

Erfiðleik­ar við að afla láns­fjár og deil­ur vegna Ices­a­ve virðast hafa sett láns­um­sókn Íslands á ís í ótil­greind­an tíma. Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, formaður VG, sagði þegar hann kom af fundi ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar í morg­un að  staðan væri grafal­var­leg, þjóðfé­lagið þyldi ástandið ekki mikið leng­ur. Sér­stak­lega væri út­litið al­var­legt fyr­ir út­flutn­ings­grein­ar og viðskipti þar sem allt væri botn­frosið.

Fólk sló skjald­borg um Alþing­is­húsið í há­deg­inu í dag til að árétta kröfu sína um þing­kosn­ing­ar hið fyrsta.

Stein­grím­ur seg­ir mjög ámæl­is­vert að stjórn­völd hafi ekk­ert annað úrræði í stöðunni en Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn. Það mál sé ein­fald­lega í klessu.  Hver ein­asti dag­ur sem líði í full­kom­inni óvissu sé afar dýr­keypt­ur.

Ítrekað hef­ur soðið up­p­úr milli ís­lenskra stjórn­mála­manna og er­lendra starfs­bræðra þeirra í út­lönd­um vegna Ices­a­ve deil­unn­ar.  Sam­kvæmt heim­ild­um frétta­stofu var Árni M. Mat­hiesen, fjár­málaráðherra, skammaður á fund­um með fjár­málaráðherr­um ann­ars staðar úr Evr­ópu í Brus­sel í síðustu viku. Þá er sagt að Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, for­seta Íslands, hafi lent sam­an við er­lenda sendi­herra á há­deg­is­verðar­fundi á föstu­dag.

Stein­grím­ur seg­ir það gríðarleg von­brigði að upp­lifa hvernig Bret­ar, Hol­lend­ing­ar og fleiri Evr­ópuþjóðir hafi tekið á mál­um og sum Norður­landa hafa verið meira hik­andi en menn hafi átt von á.

Hann seg­ir erfitt að segja til um hvað ís­lensk stjórn­völd geti gert til að bæta þessi sam­skipti meðan reynt sé að þvinga þau til að skrifa uppá póli­tísk­ar niður­stöður í Ices­a­ve deil­unni.  Upp­lýs­ing­um hafi verið komið seint og illa á fram­færi og al­menn­ing­ur í þess­um lönd­um sé reiður vegna fram­göngu ís­lenskra banka.  Nafnið Ísland sé stór­kost­lega laskað og orðstír lands­ins sé grátt leik­inn. Það sé hart og dap­ur­legt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert