Stjórn Seðlabanka ætlar ekki að tjá sig

Stjórn Seðlabanka Íslands ætlar ekki að tjá sig um ummæli Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, þess efnis að Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, hefði hótað að „taka bankann niður“ ef hann myndi gera upp í evrum.

Sigurður sagði í viðtali við Markaðinn á Stöð 2 að ummælin hefðu fallið á aðalfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í fyrra.

Morgunblaðið sendi fyrirspurn á stjórn Seðlabankans þar sem óskað var eftir viðbrögðum hennar. Stefán Jóhann Stefánsson, upplýsingafulltrúi Seðlabankans, sagði stjórnina ekki ætla að tjá sig um þetta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka