Vilja innheimta gjald vegna nagladekkja

Svifryk í Reykjavík.
Svifryk í Reykjavík.

Framkvæmda- og eignaráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í vikunni að leitað yrði eftir heimildum í vegalögum til gjaldtöku vegna notkunar nagladekkja.

Í greinargerð með tillögunni segir að ljóst sé að nagladekk auki verulega slit á malbiki og valdi með því óæskilegri svifryksmengun sem þarf að bregðast við með aukinni hreinsun gatna. Talið sé að draga megi úr endurmalbikun gatna í Reykjavík svo nemi um 10.000 tonnum árlega ef að það tækist að draga verulega úr notkun nagladekkja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert