Umsóknarfrestur um embætti framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna rann út í síðustu viku og bárust menntamálaráðuneytinu 34 umsóknir um stöðuna. Miðað er við að menntamálaráðherra skipi í stöðuna til fimm ára.
Umsækjendur eru:
Aðalsteinn J. Magnússon, sjálfstæður ráðgjafi,
Árni Ólafur Lárusson, sölufulltrúi,
Árni Árnason, framkvæmdastjóri,
Bergur Þór Steingrímsson, löggiltur fasteignasali,
Davíð Gunnarsson, viðskiptafræðingur,
Einar Einarsson, viðskiptafræðingur,
Guðjón Viðar Valdimarsson, sérfræðingur, Master of Science/Finance,
Guðrún Inga Ingólfsdóttir, löggiltur verðbréfamiðlari,
Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri,
Gunnar Jón Yngvason, sérfræðingur,
Gunnar Karl Níelsson, markaðsfræðingur,
Gunnar Örn Jónsson, viðskiptafræðingur,
Gylfi Ásbjartsson, verkefnastjóri,
Hafliði Hjartar Sigurdórsson, viðskiptafræðingur M.Sc.,
Halldór V. Frímannsson, lögmaður,
Hallgrímur Ólafsson, hagfræðingur,
Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri,
Hákon Jónsson, löggiltur fasteignasali,
Jón H. Karlsson, viðskiptafræðingur,
Kristján Björgvinsson, forstöðumaður,
Leifur Eysteinsson, viðskiptafræðingur,
Olga Hanna Möller, viðskiptafræðingur,
Ólafur Freyr Þorsteinsson, viðskiptafræðingur M.Sc.,
Ólafur Hrafn Ólafsson, fyrirtækjasérfræðingur,
Óskar Sigurðsson, viðskiptafræðingur M.Sc.,
Óskar Örn Árnason, viðskiptafræðingur,
Ragnar Sær Ragnarsson, framkvæmdastjóri,
Sigrún Kjartansdóttir, viðskiptafræðingur M.Sc.,
Sigurjón Hjartarson, framkvæmdastjóri,
Sigurður Árni Kjartansson, hagfræðingur M.Sc.,
Stefán Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri,
Tamara Lísa Roesel, kerfisfræði,
Þorsteinn Guðbjörn Ólafsson, viðskiptafræðingur og
Þorvaldur Ingi Jónsson, fjármálaráðgjafi.