Hæstiréttur hefur dæmt karlmann í 15 mánaða fangelsi fyrir ítrekuð þjófnaðarbrot og ólögmæta meðferð fundins fjár. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður dæmt manninn í 18 mánaða fangelsi fyrir sömu brot.
Maðurinn var m.a. fundinn sekur um að hafa stolið 9 fartölum úr fjórum verslunum og einnig að hafa slegið eign sinni á borðtölvu og aukahlutum, sem stolið var úr fimmtu versluninni.
Fram kemur í dómnum, að maðurinn hafi sjö sinnum áður hlotið dóma, þar af sex fangelsisdóma, flesta fyrir þjófnað, og þrisvar gengist undir sátt eða viðurlagaákvörðun. Hann hefur samtals verið dæmdur til fjögurra ára fangelsisvistar.