Stjórn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á Akureyri átelur harðlega að ríkisstjórn Íslands skuli ekki skilyrðislaust hafna fyrirhuguðu
loftrýmiseftirliti Bretlands yfir Íslandi. Í ályktun Vg segir að
Í ályktun VG segir að slíkt loftrýmiseftirlit sé ekki nauðsynlegt í ljósi þess að engar hernaðarhættur ógni Íslandi. Þá sé það ennfremur algerlega óverjandi að í núverandi stöðu borgi íslenskir skattgreiðendur Bretum fyrir flug herflugvéla yfir Íslandi.
VG segir að ríkisstjórn Bretlands hafi nú þegar stórskaðað íslenska hagsmuni með því að beita hryðjuverkalöggjöf gagnvart Íslendingum og krefjast svo að íslenskur almenningur taki á sér skuldarbyrðar langt umfram þær ábyrgðir sem kveðið er á um í evrópskri löggjöf.
„Það er svo ástæða til að árétta vegna orða utanríkisráðherra þess efnis að hann hafi ákveðið að leggja málið í hendur Bretum að það er ráðherrans að ákveða hvort hér sé loftrýmiseftirlit eða ekki,“ segir í ályktun VG á Akureyri.