Engar auglýsingar í kvöld

Breytingar verða gerðar á auglýstri dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar Skjás eins í kvöld. Meðal annars hefur mbl.is fengið staðfest að engar auglýsingar verði birtar og mun auglýsendum hafa verið tilkynnt um það.

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Skjásins, sem rekur sjónvarpsstöðina, staðfesti að ekki yrðu birtar auglýsingar á stöðinni í kvöld en gat ekki tjáð sig nánar um hina breyttu dagskrá. Aðspurð um hvort rétt væri að slökkt yrði á útsendingum stöðvarinnar í kvöld vildi hún ekki tjá sig um það.

„Við erum að berjast fyrir því að stöðin geti starfað áfram í sanngjörnu samkeppnisumhverfi,“ sagði Sigríður. „Einn liður í því eru breytingar á dagskránni sem verða bara í kvöld. Því miður get ég ekki sagt nú hverjar þær eru en það kemur fljótlega í ljós.“

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Skjásins
Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Skjásins mbl.is/ÞÖK
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert