Engar auglýsingar í kvöld

Breyt­ing­ar verða gerðar á aug­lýstri dag­skrá sjón­varps­stöðvar­inn­ar Skjás eins í kvöld. Meðal ann­ars hef­ur mbl.is fengið staðfest að eng­ar aug­lýs­ing­ar verði birt­ar og mun aug­lý­send­um hafa verið til­kynnt um það.

Sig­ríður Mar­grét Odds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Skjás­ins, sem rek­ur sjón­varps­stöðina, staðfesti að ekki yrðu birt­ar aug­lýs­ing­ar á stöðinni í kvöld en gat ekki tjáð sig nán­ar um hina breyttu dag­skrá. Aðspurð um hvort rétt væri að slökkt yrði á út­send­ing­um stöðvar­inn­ar í kvöld vildi hún ekki tjá sig um það.

„Við erum að berj­ast fyr­ir því að stöðin geti starfað áfram í sann­gjörnu sam­keppn­is­um­hverfi,“ sagði Sig­ríður. „Einn liður í því eru breyt­ing­ar á dag­skránni sem verða bara í kvöld. Því miður get ég ekki sagt nú hverj­ar þær eru en það kem­ur fljót­lega í ljós.“

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Skjásins
Sig­ríður Mar­grét Odds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Skjás­ins mbl.is/ÞÖ​K
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert