Deilur vegna Íslands í gerðardóm

Fánar Evrópusambandsins blakta utan við höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel.
Fánar Evrópusambandsins blakta utan við höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel. mbl.is/GSH

Samþykkt var á reglu­leg­um sam­ráðsfundi fjár­málaráðherra Evr­ópu­sam­bands­ins með ráðherr­um EFTA-ríkja að leysa deil­ur um er­lend­ar inni­stæður ís­lensku bank­anna með því að stofna fimm manna gerðardóm. Þetta kem­ur fram í Frétta­blaðinu í dag.

Fund­ur fjár­málaráðherr­anna var hald­inn í Brus­sel 4. nóv­em­ber. Tveim­ur dög­um síðar sagði Ísland sig frá gerðardóm­in­um, seg­ir Árni Mat­hiesen fjár­málaráðherra. Hann seg­ir að full­trú­ar ESB hafi óskað eft­ir því að trúnaður ríkti um gerðardóm­inn, og því hafi hann ekki greint frá til­vist hans.

Eft­ir að Frétta­blaðið fékk staðfest­ingu á efni fund­ar­ins taldi Árni rétt að skýra sín sjón­ar­mið í mál­inu. Árni seg­ir að eft­ir að fjár­málaráðherr­arn­ir hafi komið sér sam­an um gerðardóm­inn hafi emb­ætt­is­menn ESB tekið við mál­inu. Þeir hafi hins veg­ar verið al­ger­lega and­snún­ir því að niðurstaða gerðardóms­ins yrði bind­andi, og breytt verk­efn­inu í óform­legt lög­fræðiálit. Þeir hafi að auki viljað víkka út um­fjöll­un­ar­efni dóms­ins, og fjalla um aðgerðir ís­lensku rík­is­stjórn­ar­inn­ar í fjár­málakrepp­unni, þar á meðal neyðarlög sem rík­is­stjórn­in setti. Eng­in leið var að sætta sig við það, seg­ir Árni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert