„Jón Ásgeir getur ekki stjórnað því um hvað þingmenn tjá sig,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, formaður viðskiptanefndar Alþingis, um þá kröfu lögmanns Jóns Ásgeirs Jóhannessonar að Ágúst dragi til baka ósk sína um að upplýsingar frá bönkunum um lán vegna kaupa á fjölmiðlum 365.
„Ég hef engan áhuga á að hnýsast í veski Jóns Ásgeirs heldur er það samþjöppun á fjölmiðlamarkaði, og það hvort ríkisbanki hafi orðið til þess að hún væri möguleg, sem gerir að verkum að við óskum eftir þessum gögnum,“ segir Ágúst Ólafur og bendir á að það sé bankanna að meta hvort leynd hvíli yfir upplýsingunum. Þeir geti vel hafnað ósk viðskiptanefndar en það komi í ljós á fundi nefndarinnar í fyrramálið.