Enginn góður kostur í stöðunni

„Það er eng­inn góður kost­ur í þess­ari stöðu þannig að við þurf­um að velja leið sem lág­mark­ar tjónið fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, um þrýst­ing­inn á að Ices­a­ve-deil­an verði leyst áður en Ísland fær lán frá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum. 

Geir sagði við mbl.is, að ekki sé kom­in niðurstaða varðandi hvort til greina komi að gang­ast í ábyrgð fyr­ir Ices­a­ve-reikn­ing­ana gegn láni frá Bret­um. „Það þurfa auðvitað all­ir að slaka á ein­hverju þegar verið er að reyna að ná sátt­um,“ seg­ir Geir og tel­ur ljóst að verið sé að beita Ísland mikl­um þrýst­ingi.

Íslensk stjórn­völd hafa viljað skjóta mál­inu fyr­ir gerðardóm en Bret­ar og Hol­lend­ing­ar hafa hafnað því. „Ég vil kannski ekki segja að það sé full­reynt. Auðvitað er það siðaðra manna hátt­ur þar sem uppi eru deilu­mál að skjóta þeim með ein­hverj­um hætti til dóms eða gerðardóms þannig að það fá­ist ein­hver óvil­höll niðurstaða,“ seg­ir Geir og bend­ir einnig á að Norður­lönd­in hafi skipað sér í hóp með öðrum ESB-þjóðum. Öll spjót standi því á Íslandi að klára þetta mál. Lík­lega muni greiðast hratt úr hlut­un­um þegar „búið er að taka ákveðna tappa úr.“

Á meðan málið sé í stíflu gangi erfiðlega að sinna öðrum verk­efn­um, s.s. fjár­laga­vinnu. „Hún er núna í biðstöðu. Það er verið að bíða eft­ir nýrri tekju­spá,“ út­skýr­ir Geir. „Þannig að það er mjög brýnt að hrinda þess­um hindr­un­um úr vegi sem enn eru til staðar,“seg­ir Geir H. Haar­de. 


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert