Skiptar skoðanir meðal félagsmanna

Grand Hótel.
Grand Hótel. mbl.is/Ómar

Mikið fjöl­menni er á al­menn­um fé­lags­fundi í VR sem hald­inn er á Grand hót­eli í kvöld. Gunn­ar Páll Páls­son formaður VR taldi þetta senni­lega fjöl­menn­asta fund í sögu fé­lags­ins. Hann sagði að boðað hafi verið til fund­ar­ins til þess að ræða heit mál síðustu daga.  

Fund­ur­inn var op­inn fjöl­miðlum í upp­hafi en síðan voru þeir beðnir um að víkja úr fund­ar­saln­um.

Gunn­ar Páll Páls­son var fyrst­ur á mæl­enda­skrá fund­ar­ins sem talið var að um 600 fé­lags­menn VR sætu. Að ræðu hans lok­inni átti að bjóða upp á al­menn­ar umræður fé­lags­manna. Gunn­ar Páll sagði boðað til fund­ar­ins til að fara yfir störf hans sem stjórn­ar­maður í Kaupþingi. Hann kvaðst axla ábyrgð á því sem fram fór á stjórn­ar­fundi bank­ans 25. sept­em­ber s.l.

Skipt­ar skoðanir voru á meðal fé­lags­manna sem rætt var við fyr­ir fund­inn um stöðu for­manns­ins. Sum­ir voru á því að Gunn­ar Páll ætti að víkja úr for­manns­sæt­inu. Það væri ekki við hæfi að formaður verka­lýðsfé­lags sæti í stjórn fjár­mála­stofn­un­ar og nyti þar hárra launa. Aðrir töldu að hann hafi setið í stjórn bank­ans til að gæta hags­muna líf­eyr­is­sjóðs VR og því fé­lags­manna. Sum­ir fé­lags­menn VR sem rætt var við ætluðu að taka af­stöðu að lokn­um umræðum til þess hvort formaður­inn ætti að sitja eða víkja.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert