Fjórir sækja um embætti lögreglustjóra

Lögreglustöðin í Reykjanesbæ
Lögreglustöðin í Reykjanesbæ Af vef lögreglunnar

Fjórar umsóknir bárust um embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum, en umsóknarfrestur rann út 11. nóvember síðastliðinn. Dóms- og kirkjumálaráðherra skipar í embættið frá og með 1. janúar 2009 til fimm ára í senn. Ólafur K. Ólafsson, lögreglustjóri og sýslumaður Snæfellinga, var settur lögreglustjóri á Suðurnesjum frá 1. október til áramóta. Jóhann Benediktsson lét af starfi lögreglustjóra þann 1. október eftir að dómsmálaráðherra, Björn Bjarnasonar, tilkynnti um skipulagsbreytingar hjá embættinu.

Umsækjendur eru:
Alda Hrönn Jóhannsdóttir, löglærður fulltrúi lögreglustjórans á Suðurnesjum
Ásgeir Eiríksson, fulltrúi og staðgengill sýslumannsins í Keflavík
Halldór Frímannsson, sérfræðingur – lögmaður á fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, aðstoðarríkislögreglustjóri
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert