IMF: Íslendingar verða að breyta um stefnu

Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri IMF.
Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri IMF. Reuters

Dom­in­ique Strauss-Khan, fram­kvæmda­stjóri Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins, (IMF) seg­ir í sam­tali við kín­verska fjár­mála­tíma­ritið Caij­ing, að sjóður­inn hafi gert þær kröf­ur til Íslend­inga, Ung­verja og Úkraínu­manna að þeir geri breyt­ing­ar á efna­hags­stefnu sinni sam­hliða lána­fyr­ir­greiðslu frá sjóðnum.

Strauss-Kahn legg­ur áherslu að lán­veit­ing­ar til þess­ara þriggja ríkja auk Pak­ist­ans falli ekki und­ir sér­staka skamm­tíma­fyr­ir­greiðslu, sem IMF ger­ir nú ráð fyr­ir að veita vegna fjár­málakrepp­unn­ar. Slík fyr­ir­greiðsla geri ekki ráð fyr­ir að ríki þurfi að breyta um stefnu.

„Varðandi Ung­verja­land, Úkraínu og Ísland, og nú Pak­ist­an, för­um við fram á að stefnu­breyt­ingu til að mæta krepp­unni. Það er ef til vill hefðbundna aðferðin en það sem er frá­brugðið nú er að áætl­un­in bein­ist að vanda­mál­inu," seg­ir Strauss-Kahn við  Caij­ing en viðtalið er birt í enskri þýðingu á heimasíðu IMF.

Hann seg­ir, að svo­nefnd ný­markaðsríki verði að læra af krepp­unni. „Það er skilj­an­legt, að ný­markaðsríki reyni að afla fjár­magns en þau þurfa að miða það fjár­magn við stærð hag­kerf­is­ins. Þá er einnig ljóst að fjár­mála­kerfið má ekki stækka ótak­markað. Tök­um Ísland sem dæmi, þar sem bank­arn­ir þróuðust þannig að heild­ar­eign­ir í banka­kerf­inu ís­lenska voru 12 sinn­um hærri en lands­fram­leiðslan. Aug­ljós­lega get­ur það ekki gengið. Og þess vegna þarf að koma á fleiri alþjóðleg­um regl­um til að koma í veg fyr­ir að svona lagað geti gerst á ný,“ seg­ir Strauss-Kahn. 

Viðtalið við Strauss-Kahn

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert