Fjórir starfsmenn í verksmiðjunni

Kisur geta brátt gætt sér á kattamat úr Súðavík.
Kisur geta brátt gætt sér á kattamat úr Súðavík. Valdís Thor

Fram­leiðsla á katta­mat úr sláturaf­urðum hefst í Súðavík inn­an tíðar, að því er fram kem­ur á frétta­vefn­um bb.is. Fyr­ir­tækið Murr ehf, sem var stofnað í lok apríl þessa árs, stend­ur að þess­ari fram­leiðslu en gert er ráð fyr­ir að afurðir fyr­ir­tæk­is­ins komi á markað hér­lend­is í janú­ar á næsta ári.

Und­ir­bún­ings­vinna að fram­leiðslu katta­mats­ins hef­ur staðið yfir síðan 2003. Búið er að ráða fjóra starfs­menn til fyr­ir­tæk­is­ins sem munu starfa við fram­leiðsluna en nú er unnið að upp­setn­ingu tækja­búnaðar verk­smiðju fyr­ir­tæk­is­ins.

Fyr­ir­tækið ætl­ar að fram­leiða hágæða katta­mat úr sláturaf­urðum sem koma frá Slát­ur­fé­lagi A-Hún­vetn­inga á Blönduósi og slát­ur­hús­um Norðlenska á Ak­ur­eyri.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert