Máluðu Valhöll rauða í nótt

mbl.is/Júlíus

Norður­hlið Val­hall­ar, flokks­húss Sjálf­stæðis­flokks­ins, var sprautu­máluð rauð í nótt. Rauði lit­ur­inn nær í allt að sex metra hæð. Lög­regl­an fékk ábend­ing­ar um nýja lit­inn frá Secu­ritas-ör­ygg­is­vörðum, um klukk­an þrjú í nótt. Lög­regl­an var þá í út­kalli vegna inn­brots í Ármúla. Vegna þessa hef­ur Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn ákveðið að auka ör­ygg­is­gæslu við húsið.

Ekki er vitað hverj­ir voru að verki, en lög­regl­an hafði fengið nafn­lausa ábend­ingu um að mála ætti Alþing­is­húsið þá um nótt­ina. Lög­regl­an vaktaði því þingið.

Þar sáust tveir hettu­klædd­ir ung­ir menn hlaupa á brott um miðnættið eft­ir að hafa sprengt stóra flug­elda­tertu fyr­ir fram­an Alþing­is­húsið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert