Sænskar eignir Kaupþings seldar

Sverrir Vilhelmsson

Dótturfélag Kaupþings, Kaupthing AB í Svíþjóð, hefur selt dótturfélagið Kaupthing Finans AB til Resurs bankans, að því er segir í frétt Reuters. Kaupverð er ekki gefið upp.

Kaupthing AB hefur undanfarið þurft að fá neyðarlán hjá sænska seðlabankanum og er sjálft til sölu. Um þrjátíu manns starfa hjá Kaupthing Finans, en félagið starfar í Svíþjóð, Finnlandi og Noregi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka