Valhöll í baði

00:00
00:00

Val­höll er í sturtubaði eft­ir at­b­urði næt­ur­inn­ar en ein­hverj­ir tóku sig til og máluðu hana að hluta til rauða. Unnið er að því að ná rauða litn­um af með háþrýst­ispraut­um en það eru menn frá fyr­ir­tæk­inu Allt af háþrýstiþvotti sem hafa veg og vanda af verk­inu. Um fjög­ur leytið í nótt fékk lög­regl­an til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu Secu­ritas um að húsið hefði tekið breyt­ing­um en ekki sást til skemmd­ar­varg­anna og eng­inn ligg­ur und­ir grun að sögn lög­reglu. Þvotta­menn­irn­ir segja að þetta sé rauð skipa­máln­ing og erfið viður­eign­ar en reiknað er með að unnið verði að hreins­un fram eft­ir degi. 

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Sjálf­stæðis­flokkn­um verður ör­ygg­is­gæsla auk­in við Val­höll í kjöl­farið.   

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert