Alþingi fjalli fyrst um Icesave-samkomulag

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ómar

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður framsóknarflokks, segir það grundvallaratriði að samkomulag sem tengist lausn Icesave-deilna, komi til umfjöllunar á Alþingi áður en það verður undirritað. Í bókun sem Siv lagði fram á fundi utanríkismálanefndar í morgun, segir að um sé að ræða svo stórt hagsmunamál fyrir þjóðina að þingið verði að fá málið til umfjöllunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert