Vakti mismikla lukku

Paddan vakti mikla athygli á leikskólanum.
Paddan vakti mikla athygli á leikskólanum. Leikskólinn Sólborg

Óvænt­ur gest­ur spratt upp á leik­skól­an­um Sól­borg á Ísaf­irði í morg­un. Barst hann til leik­skól­ans í ávax­ta­kassa. Talið er að um engisprettu sé að ræða.

„Heim­sókn­in vakti mis­mikla lukku! Við telj­um þetta vera engisprettu, en ætl­um að senda hann til Nátt­úrugripa­safns­ins í Bol­ung­ar­vík til frek­ari grein­ing­ar“, sagði Guðrún Birg­is­dótt­ir, aðstoðarleik­stjóri skól­ans í sam­tali við frétta­vef­inn bb.is.

Börnin skoðuðu kvikindið gaumgæfilega.
Börn­in skoðuðu kvik­indið gaum­gæfi­lega. Leik­skól­inn Sól­borg
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert