Búist er við tíðindum af vettvangi Sjálfstæðisflokksins um Evrópumálin í dag. Reglulegur fundur þingflokks og miðstjórnar hófst fyrir stundu en þar verður Evrópusambandsmálið m.a. tekið til umræðu.
Aukinn þrýstingur er af hálfu Samfylkingarinnar innan ríkisstjórnarinnar á að stefnan verði sett á aðildarumsókn að ESB í tengslum við aðgerðaráætlun vegna kreppunnar.