Gift að gefast upp?

Höfuðstöðvar - Samvinnutryggingar voru löngum til húsa að Ármúla 3, …
Höfuðstöðvar - Samvinnutryggingar voru löngum til húsa að Ármúla 3, þar sem Vátryggingafélags Íslands er nú. Árni Sæberg

Skila­nefnd Eign­ar­halds­fé­lags Sam­vinnu­trygg­inga bíður nú eft­ir upp­lýs­ing­um frá stjórn Gift­ar fjár­fest­ing­ar­fé­lags, sem stofnað var utan um skuld­bind­ing­ar eign­ar­halds­fé­lags­ins á sum­ar­mánuðum í fyrra, til þess að hægt sé að meta hversu mikið kem­ur í hlut þeirra sem eiga rétt á greiðslu þegar fé­lag­inu verður slitið.

Óvissu gæt­ir um stöðu Gift­ar, ekki síst í ljósi þess að Sig­ur­jón Rún­ar Rafns­son, aðstoðar­kaup­fé­lags­stjóri Kaup­fé­lags Skaga­fjarðar, hætti sem stjórn­ar­formaður fé­lags­ins fyr­ir viku. Fé­lagið er því án stjórn­ar­for­manns eins og sak­ir standa og alls óljóst hvort fé­lagið á ein­hverj­ar eign­ir um­fram skuld­ir.

Á sum­ar­mánuðum í fyrra, þegar ákveðið var að vinna að slit­um á hluta­fé Sam­vinnu­trygg­inga milli þeirra sem áttu rétt til greiðslu, sem voru hluti fyrr­ver­andi trygg­inga­taka hjá Sam­vinnu­trygg­ing­um, var eigið fé Gift­ar um 30 millj­arðar. Skuld­irn­ar um 30 millj­arðar en eign­ir um 60 millj­arðar. Sam­kvæmt árs­reikn­ingi Gift­ar fyr­ir síðasta ár, sem Morg­un­blaðið hef­ur und­ir hönd­um, tapaði Gift 12,5 millj­örðum króna á síðustu sex mánuðum síðasta árs. Frá þeim tíma hafa eign­ir í skráðum fé­lög­um, sem voru meira en 90 pró­sent af eigna­safni fé­lags­ins, annaðhvort þurrk­ast út eða rýrnað að lág­marki um 60 pró­sent. Mun­ar þar mestu um Ex­ista og Kaupþing, eins og áður sagði, en Gift átti einnig í Lands­bank­an­um, Glitni og Straumi fjár­fest­ing­ar­banka fyr­ir um tíu millj­arða miðað við bók­fært fé.

Um 40 pró­sent af skuld­um fé­lags­ins í lok árs í fyrra voru í er­lendri mynt en þar sem fé­lagið hef­ur verið að selja eign­ir á þessu ári er ekki hægt að segja til um þær að svo stöddu. Bene­dikt Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóri Gift­ar, vildi ekki segja hver staða fé­lags­ins væri þegar Morg­un­blaðið leitaði eft­ir því í gær.

Krist­inn Hall­gríms­son, hæsta­rétt­ar­lögmaður og formaður skila­nefnd­ar Sam­vinnu­trygg­inga, gat ekki svarað því hvers vegna eign­um hefði ekki verið skipt upp. Til stóð að gera það á haust­mánuðum í fyrra en það hef­ur dreg­ist og óljóst er hvort eitt­hvað verður til skipt­anna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert