Greiðslu álags á staðgreiðslu skatta frestað

 Vegna áfram­hald­andi trufl­ana á banka­starf­semi hér á landi og áhrifa þess á at­vinnu­lífið tel­ur fjár­málaráðuneytið að enn séu gild­ar ástæður til að beita  heim­ild í lög­um um staðgreiðslu op­in­berra gjalda, til tíma­bund­inn­ar niður­fell­ing­ar álags vegna skila á staðgreiðslu fyr­ir sept­em­ber.

Mun ráðuneytið því beina þeim til­mæl­um til skatt­stjóra og toll­stjór­ans í Reykja­vík að fellt verði tíma­bundið niður álag vegna þeirra skila á staðgreiðslu sem er á eindaga 17. nóv­em­ber og gildi sú niður­fell­ing í eina viku eða til 24. nóv­em­ber nk.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert