Hætt við loftrýmisgæslu Breta

Bresk Harrier herþota á flugi yfir Reykjavík.
Bresk Harrier herþota á flugi yfir Reykjavík. mbl.is/RAX

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi síðdegis að hætt hefði verið við fyrirhugaða loftrýmisgæslu Breta, sem átti að vera í desember. Sagði Ingibjörg Sólrún að sú ákvörðun hefði verið tekin á vettvangi NATO.

„Það hefur verið ákveðið að hætta við loftrýmisgæsluna sem að Bretar áttu að sinna hér í desember, og þessi ákvörðun var tekin á vettvangi NATO,“ sagði Ingibjörg Sólrún.

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagðist ekki telja að þetta hefði verið ákveðið vegna deilunnar um IceSave reikningana en úr því sem komið væri hefði þetta sennilega verið heppilegasta niðurstaðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka