Laun Elínar Sigfúsdóttur 1.950 þúsund á mánuði

Laun El­ín­ar Sig­fús­dótt­ur, banka­stjóra nýja Lands­bank­ans eru 1950 þúsund krón­ur á mánuði. Þetta var upp­lýst á fundi viðskipta­nefnd­ar Alþing­is í morg­un. Þar með hafa laun allra þriggja banka­stjóra nýju rík­is­bank­anna verið gef­in upp.

Birna Ein­ars­dótt­ir banka­stjóri nýja Glitn­is upp­lýsti að laun henn­ar væru 1750 þúsund á mánuði. Finn­ur Svein­björns­son, banka­stjóri nýja Kaupþings skýrði frá því að hann hefði 1950 þúsund á mánuði. Í kjöl­far gagn­rýni m.a. ráðherra á launa­kjör­in fór Finn­ur fram á að laun­in yrðu lækkuð til jafns við laun banka­stjóra Glitn­is. Við því var orðið.

Elín Sig­fús­dótt­ir hjá nýja Lands­bank­an­um neitaði að gefa upp laun sín en kjör­in voru upp­lýst á fundi viðskipta­nefnd­ar í morg­un. Þau eru eins og fram hef­ur komið 200 þúsund krón­um hærri á mánuði en laun banka­stjóra hinna rík­is­bank­anna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert