Ríkisstjórnin boðar blaðamannafund

Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra hafa boðað blaðamannafund klukkan 16 í dag en fastlega er gert ráð fyrir því að þar verði kynntar meginlínur í samkomulagi við Breta og Hollendinga vegna Icesave-reikninga Landsbankans.

Einnig er gert ráð fyrir, að það verði kynntar aðgerðir til að styrkja fjárhag heimilanna og mæta þeim áföllum, sem orðið hafa í efnahagslífinu hér á landi.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert