Olíufélagið N1 hefur auglýst 10 króna afslátt af eldsneyti í dag og flest önnur olíufélög hafa lækkað verðið til samræmis við það tímabundið.
Hjá Atlantsolíu kostar lítrinn af 95 okt. bensíni 143,20 krónur á öllum bensínstöðvum nema einni, í Hveragerði. Þar kostar lítrinn 140,10 krónur sem er 13 króna lækkun. Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri Atlantsolíu, segir að tilboðið gildi aðeins í dag.
Hjá ÓB kostar lítrinn af 95 okt. bensíni 143,20 krónur, sem er 10 króna afsláttur, nema á Barðastöðum, en þar er verðið 141,20.
Hjá Olís kostar lítrinn 144,50 krónur, samkvæmt verðskrá á heimasíðu olíufélagsins.
Hjá Skeljungi kostar bensínlítrinn 154 til 154,50 krónur á höfuðborgarsvæðinu.