Fljúgandi hálka á götum

Hálka og éljagangur hefur verið á Hellisheiði.
Hálka og éljagangur hefur verið á Hellisheiði. mbl.is/Rax

Fljúgandi hálka er víða á götum í efri byggðum í Reykjavík, Breiðholti, Árbæ og Ártúnsbrekku, að sögn lögreglu. Nokkur umferðaróhöpp hafa orðið í Reykjavík vegna hálkunnar.

Hálka er komin víða á vegum á öðrum stöðum í landinu, að því er fram kemur á vef umferðarstofu.

Á Suðurlandi er komin hálka og éljagangur á Hellisheiði, Sandskeiði og á Þorlákshafnarvegi. Hálkublettir eru í Þrengslum en einnig eru hálkublettir í uppsveitum.

Á Vesturlandi er hálka og éljagangur á Holtavörðuheiði og snjóþekja á Bröttubrekku. Hálkublettir eru á flestum öðrum leiðum, þó er hálka á Laxárdalsheiði.

Á Vestfjörðum er hálka og hálkublettir. Ófært er um Þorskafjarðarheiði.

Á Norður- og Austurlandi er víða éljagangur og ýmist snjóþekja, hálka eða hálkublettir. Flughálka er frá Þórshöfn að Hálsum. Lágheiði og Hellisheiði eystri eru ófærar.

Á Suðausturlandi eru flestar leiðir greiðfærar þó er snjóþekja í kringum Vík.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert