Friður og blómagjafir á Austurvelli

mbl.is/Júlíus

„Ég gæti trúað að hér væru um 6000 manns. Þetta er miklu meira en var um síðustu helgi. Og það er góður andi í fólkinu. Okkur er létt, lögreglumönnum. Hér höfum við tekið á móti blómum, það er friður yfir öllum,“ sagði Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is en hann var þá mitt í mannþrönginni á Austurvelli.

Magnþrungnar ræður hafa verið haldnar á mótmælafundinum. Hörður Torfason sem fer fyrir breiðfylkingu mótmælenda hefur ítrekað hvatt til friðar og lagt áherslu á að mótmælin eigi að vera friðsamleg. Undir það hefur mannfjöldinn á Austurvelli tekið þó reiðin kraumi undir.

Mótmælin fóru friðsamlega fram en örlítill hópur ungs fólks, um eða innan við tuttugu manns, tók sig til og grýtti eggjum, tómötum og fleiru í Alþingishúsið. Lögreglan heldur að sér höndum en er við öllu búin.

Boðað hefur verið til sjöunda mótæmælafundarins á Austurvelli næstkomandi laugardag. Þá verður efnti til opins borgarafundar á NASA næstkomandi mánudagsköld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert