ÍLS átti að fara í söludeildina eða sláturhúsið

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins og Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður flokksins.
Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins og Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður flokksins. mbl.is/Kristinn

Formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins seg­ir að aðeins hafi munað hárs­breidd að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn kæmi fram vilja sín­um við mynd­un rík­is­stjórn­ar með Sam­fylk­ing­unni um að færa Íbúðalána­sjóð í fjár­málaráðuneytið. Það hefði þýtt sölu­deild eða slát­ur­hús. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefði í 12 ára sam­starfi með Sjálf­stæðis­flokkn­um varið þenn­an mik­il­væga sjóð.

Guðni Ágústs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, hóf ræðu sína á nokkuð óvenju­leg­an hátt í upp­hafi miðstjórn­ar­fund­ar í morg­un. Hann bað fund­inn að hylla fjóra menn, rísa úr sæt­um og klappa fé­lags­málaráðherr­um Fram­sókn­ar­flokks­ins síðustu tólf ár lof í lófa. Það eru þeir Páll Pét­urs­son, Árni Magnús­son, Jón Kristjáns­son og Magnús Stef­áns­son.

Í 12 ára stjórn­ar­sam­starfi með Sjálf­stæðis­flokkn­um fór Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn með fé­lags­málaráðuneytið í rík­is­stjórn. Þar með hélt hann utan um mál­efni Íbúðalána­sjóðs.

„Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn byggði upp þenn­an mik­il­væga sjóð og ráðherr­ar flokks­ins mann fram af manni vörðu sjóðinn. Þeir neituðu að sjóður­inn yrði seld­ur inn í einka­banka­kerfið. Það hef­ur sýnt sig að fest­an hef­ur verið far­sæl því eng­in stofn­un á Íslandi býr við jafn­mikla til­trú og Íbúðalána­sjóður fólks­ins. Við skul­um líka hafa það á hreinu að það munaði hárs­breidd að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn kæmi fram vilja sín­um með Sam­fylk­ing­unni við upp­haf stjórn­ar­sam­starfs­ins. Flokk­arn­ir höfðu komið sér sam­an um að færa Íbúðalána­sjóð í fjár­málaráðuneytið, það þýðir í sölu­deild­ina eða slát­ur­húsið. Þar með áttu bank­arn­ir að fá sjóðinn, eins og þeir gerðu kröfu um í okk­ar tíð og reyndu með 100% lán­um að steypa hon­um árið 2004,“ sagði Guðni Ágústs­son.

Guðni sagði gott fyr­ir fram­sókn­ar­menn, eft­ir árás­ir og gagn­rýni, að rifja það upp að eft­ir alltof langt sam­starf með Sjálf­stæðis­flokkn­um, átti flokk­ur­inn líka prinsipp og staðfestu.

„Við mynd­un nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar, þar sem Sam­fylk­ing­in kom inn, sagði Geir H. Haar­de for­sæt­is­ráðherra í Val­höll í sept­em­ber fyr­ir rúmu ári síðan; Að það hefði verið erfitt að fá aðra flokka til að styðja stefnu Sjálf­stæðis­flokks­ins um markaðsvæðingu heil­brigðisþjón­ustu og orku­geir­ans. Þarna sagði for­sæt­is­ráðherra ykk­ur að við fram­sókn­ar­menn féll­umst aldrei á últra hægri stefnu. Hann fagnaði Sam­fylk­ing­unni sem sam­herja í harðari hægri stefnu en við féll­umst nokk­urn tím­ann á,“ sagði formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og bætti við að fé­lags­hyggju­fólk Fram­sókn­ar­flokks­isn hefði í allt of stór­um stíl yf­ir­gefið flokk­inn. Nú væri verk­efnið að opna flokk­inn á ný fyr­ir þeim gild­um sem gerðu flokk­inn að sig­ur­sæl­um og stór­um flokki.Kalla ætti til fólk  sem staðset­ur sig báðum meg­in við miðju. Miðjan væri stór og græn, hún teygði arma sína bæði til vinstri og hægri, inn í blá­an lit og rauðan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka