Miðast við 20 evrur

Frá Bláa lóninu.
Frá Bláa lóninu. mbl.is/Eyþór

Aðgangseyrir að Bláa lóninu, fyrir alla eldri en 16 ára, hefur á rétt tæpu ári hækkað um þúsund krónur, þ.e. úr 1.800 kr. í 2.800 kr. Fyrri hækkunin var gerð sl. vor og um síðustu mánaðamót hækkaði gjaldskráin aftur um 500 kr.

„Við erum eins og allir aðrir að bregðast við breyttum aðstæðum og veikingu krónunnar,“ segir Grímur Sæmundsen, læknir, forstjóri og framkvæmdastjóri Bláa lónsins hf. Bendir hann á að 80% gesta Bláa lónsins séu erlendir ferðamenn, en alls lögðu um 400 þúsund gestir leið sína í lónið á síðasta ári. Tekur hann fram að reynt sé að hafa aðgangseyri fyrir fullorðna á hverjum tíma í kringum 20 evrur, sem myndi á núvirði vera í kringum 3.400 íslenskar krónur.

Að sögn Gríms hefur erlendu ferðafólki síðan um síðustu mánaðamót staðið til boða að greiða aðgangseyri sinn í erlendri mynt, sem margir hafi nýtt sér. „Við erum farnir að leggja meiri áherslu á gjaldeyrinn sem slíkan, því hann er orðinn svo miklu verðmætari en áður, nú þegar gjaldeyrisþurrð ríkir í landinu.“ 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert