ÓL í skák: Ísland vann Angola

Íslenska liðið í Dresden.
Íslenska liðið í Dresden. mynd/skák.is

Íslenska liðið í opnum flokki á ólympíuskákmótinu í Dresden í Þýskalandi vann stórsigur á sveit Angóla, 4:0, í þriðju umferð í dag. Liðið hefur fengið 7½ vinning af 8 mögulegum í tveimur síðustu umferðum og er í 35. sæti af 154 þátttökuþjóðum.

Íslenska kvennalandsliðið tapaði hins vegar 0:4 fyrir  Slóveníu í  dag. 

Þeir Hannes Hlífar Stefánsson, Henrik Danielsen, Stefán Kristjánsson, Þröstur Þórhallsson unnu í opna flokknum í dag. Íslenska liðið mætir Moldavíu á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert