Óttumst ekki kosningar

„Við munum ekki óttast kosningar og höfum aldrei gert,“ sagði Geir
H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, á haustþingi Landssambands Sjálfstæðiskvenna í Valhöll í morgun. Færi svo að boðaðar yrðu kosningar væri Sjálfstæðisflokkurinn tilbúinn að takast á við það hvar og hvenær sem er.

Geir sagði ljóst að nú væru óvenjulegar aðstæður í þjóðfélaginu og að mörgu leyti líka í Sjálfstæðisflokknum. Þá væri mikilvægt að allir burðarstólpar flokksins héldu vöku sinni.

Nýtt umboð fyrir forystuna

Geir sagði mikilvægt að skerpa enn frekar á grunngildum Sjálfstæðisflokksins. Þau stæðu óhögguð og hefðu sannarlega ekki leitt til bankahrunsins. Á landsfundi flokksins, sem hefur verið flýtt um níu mánuði, gæfist landsfundarfulltrúum tækifæri til að fara yfir stefnumálin frá grunni.

„Við tókum þessa ákvörðun til að geta glímt við þær breyttu aðstæður sem upp eru komnar núna í okkar þjóðfélagi, sagði Geir og bætti einnig við að mikilvægt væri fyrir forystu flokksins að fá nýtt umboð frá flokksfélögum við þær aðstæður sem nú væru uppi í þjóðfélaginu.
Bæði hann og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður
flokksins, ætla að gefa kost á sér áfram á landsfundinum í janúar.
Geir sagðist hafa fengið þá spurningu frá blaðamönnum hvort ekki
væri rétt að hann segði af sér. Það ætlaði hann sannarlega ekki að gera.
„Ég lít á það sem mitt hlutverk að leiða sjálfstæðisflokkinn og þjóðina í
gegnum þessa erfiðleika en ekki hlaupa burtu frá þeim,“ sagði Geir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert