Einn ræðumanna, Viðar Þorsteinsson heimspekingur sagði í ræðu sinni að gerspillt valdaklíka auðmanna og flokksforingja stjórnaði í raun landinu. Hér væri í raun alls ekkert lýðræði en ráðherrar og hagsmunahópar skrifuðu lögin sem síðan væri rennt í gegnum alþingi á færibandi. Glæpamenn fengju náðun hjá vinum sínum og færu þá inn á þing. Vinir, synir og ættingjar væru ráðnir í ábyrgðarstöður og stjórnmálamenn töluðu við almenning eins og heimtufrekan krakka þegar þessi óhæfuverk væru gagnrýnd.
Þátttakendur sem MBL ræddi við í bænum voru allir sammála um að reiðin væri að stigmagnast í þjóðfélaginu. Kröfuspjöld voru afar mismunandi en þess er krafist að spillingin verði upprætt, kosið verði aftur til Alþingis, ráðherrar segi af sér sem og forystumenn Fjármálaeftirlits og Seðlabanka