Ráðuneyti spari sem nemi 10%

Fjármálaráðuneytið sendi í dag bréf til allra ráðuneyta ríkisstjórnarinnar þar sem óskað er eftir sparnaðartillögum sem nemi 10 prósentum af ársveltu hvers ráðuneytis, að því er kom fram í fréttum RÚV.

Útgjöld allra 12 ráðuneytanna fyrir komandi ár eru 507 milljarðar á verðlagi þess árs. Ef tillaga fjármálaráðuneytisins nær fram að ganga, væri um tæplega 51 milljarðs króna sparnað að ræða.

Ráðuneytin hafa frest fram til 20. nóvember að skila inn tillögum sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert