Þinghúsið þrifið

mbl.is/Júlíus

Verktakar eru nú önnum kafnir við að þrífa Alþingishúsið eftir að nokkur ungmenni, 14 til 16 ára köstuðu eggjum, tómötum, melónum og jógúrt í þinghúsið.

Lögregla áætlar að 6000 manns að minnsta kosti hafi mætt til mótmælafundar á Austurvelli í dag en þetta var sjötti laugardagurinn í röð sem efnt var til mótmælafundar vegna fjárhagskreppunnar. Mótmælin fóru friðsamlega fram og einungis örsmár hópur ungmenna skeytti skapi sínu á þinghúsinu. Lögregla hélt sig til hlés og ungmennin gáfust fljótt upp á matarkastinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka