Tugmilljarða eignir Giftar verða að engu

Allt bendir til þess að Gift fjárfestingarfélag, sem stofnað var utan um skuldbindingar Eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga, eigi ekki eignir umfram skuldir samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Stjórn félagsins, sem nú er án formanns, hefur enn ekki skilað upplýsingum um stöðu félagsins til skilanefndar sem unnið hefur að slitum á félaginu síðan á haustmánuðum í fyrra. Kristinn Hallgrímsson, formaður skilanefndarinnar, segir að beðið sé upplýsinga um stöðu félagsins frá stjórn Giftar.

Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær sagði Sigurjón Rúnar Rafnsson, aðstoðarkaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagafjarðar, af sér sem stjórnarformaður Giftar á föstudaginn fyrir viku. Benedikt Sigurðsson, framkvæmdastjóri Giftar, sagði Sigurjón Rúnar hafa sagt af sér af persónulegum ástæðum en vildi ekki tjá sig um starfslok hans að öðru leyti. Ekki hefur náðst í Sigurjón Rúnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Eigið fé Giftar var um 30 milljarðar um mitt ár í fyrra, þegar tekin var ákvörðun um að skipta þeim eignum á milli fyrrum tryggingartaka Samvinnutrygginga, samtals rúmlega 50 þúsund lögaðila. Gift hefur verið umsvifamikið fjárfestingarfélag á hlutabréfamarkaði undanfarin ár og hafa fulltrúar félagsins setið í stjórnum margra stærstu fyrirtækja landsins. Félagið átti stóra hluti í öllum íslensku bönkunum í lok árs í fyrra, eins og taflan hér að ofan sýnir. Frá þeim tíma hefur hallað verulega undan fæti. Hrun bankanna gerði stærstu eignir félagsins verðlausar eða verðlitlar, og því situr félagið eingöngu uppi með skuldir og staða félagsins í besta falli óljós.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert