Yfirgefið hús alelda á Baldursgötu

mbl.is/Kristinn

Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins berst nú við eld í yfirgefnu húsi við Baldursgötu. Eldurinn kom upp á fjórða tímanum. Þegar slökkvilið kom á staðinn skíðlogaði í risi hússins. Rýma þurfti hús við hliðina. Talið er að útigangsmenn hafi hafst við í húsinu. Eldsupptök eru ókunn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert