Um 500 Akureyringar komu saman á Ráðhústorginu síðdegis í gær til þess að sýna samstöðu og samhug, á sama tíma og mótmælafundurinn fór fram á Austurvelli í Reykjavík. Allt var með friði og spekt.
Fólk safnaðist saman við Samkomuhúsið og gekk út á Ráðhústorg þar sem fleiri bættust í hópinn. Fjórir fluttu ávörp á fundinum; Hlynur Hallsson, Valgerður Bjarnadóttir, Helgi Vilberg, George Hollanders, Guðmundur Beck og Óðinn Svan Geirsson. Talsmenn göngunnar lögðu áherslu á að uppákoman væri óflokkspólitísk.